Fréttir

7. March 2018 - 21:00

Ágæti félagsmaður.

Því miður er bilun í vef félagsins.
Vegna þessa hefur ekki verið hægt að uppfæra sumar síður hans.
Unnið er að því að fá hann lagfærðan, sem vonandi gerist fljótlega.
Beðist er velvirðingar á þessu.

Stjórn IMFR

2. febrúar 2018 (All day)

Iðnaðamannafélagið í Reykjavík heldur Nýsveinahátíð sína í tólfta sinn laugardaginn 3. febrúar nk. Á henni eru nýsveinar heiðraðir fyrir góða frammistöðu og fagleg vinnubrögð. Auk þess er iðnaðarmaður ársins heiðraður, sem að þessu sinni er fr. Rannveig Rist, vélvirki. Rannveig hóf starfsferil sinn hjá álverinu í Straumsvík sem vélvirki og er nú forstjóri fyrirtækisins. Hún hefur kappkostað að halda uppi fagmennsku í allri starfssemi fyrirtækisins og setti m.a. á laggirnar Stóriðjuskólann til að auka menntun starfsmanna sinna í samstarfi við málmiðnaðardeild Borgarholtsskóla.

15. september 2017 - 22:15

Í tilefni 150 ára afmælis Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík á árinu, hefur verið unnið að gerð heimildarmyndar um félagið.

Hér má sjá stutta kitlu úr myndinni.

Smellið á myndina hér að neðan til að skrá þátttöku.

Pages