Fréttir

30. janúar 2017 - 14:30

Í tilefni af 150 ára afmælinu hefur Iðnaðarmannafélagið ákveðið að minna á sögu sína og fortíð með því að standa fyrir hönnun og kosta lýsingu á styttu Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli. Hönnuðir lýsingar eru Darío Gustavo Núñez Salazar og Tinna Kristín Þórðardóttir hjá Verkís.  Styttan var gjöf félagsins til þjóðarinnar árið 1924. 

Kveikt verður á lýsingunni við hátíðlega athöfn á Arnarhóli föstudaginn 3. febrúar kl. 17:00. 

Allir eru velkomnir að vera viðstaddir. 

4. janúar 2017 - 14:45
 

Félagsmönnum í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík gefst kostur á að kaupa sér miða á hátíðarkvöldverðinn sem verður laugardaginn 4. febrúar 2017 á Hótel Nordica. Í boði er fjögurra rétta matseðill sem er settur saman af félagsmönnunum í IMFR. Verð fyrir félagsmenn er niðurgreitt og er 15.000 krónur. Borðapöntun skal senda á netfangið 150@imfr.is eða á Maríu Hallbjörnsdóttur í Húsi atvinnulífsins í síma 591 0032 eða á Trausta Víglundsson í síma 860 7773.

4. janúar 2017 - 14:15

Þann 3. febrúar 1867, fyrir 150 árum, stofnaði 31 iðnaðarmaður Handverksiðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Um sex árum síðar var félagið nefnt Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík er hið þriðja elsta sem nú hefur starfað óslitið á Íslandi. Tilgangur félagsins er og hefur frá upphafi verið að efla menntun og menningu iðnaðarmanna og styrkja stofnanir sem starfa í þeirra þágu. Saga félagsins hefur verið tengd sögu iðnaðar á Íslandi órofa böndum í 150 ár.

Pages