Fréttir

27. March 2015 - 15:00

Stúlkan á þessu korti mynd heitir Anna Louise Ásmundsdóttir og fæddist árið 1880.  Anna Louise lést árið 1954.  Hún var meistari í kvenhattagerð og stofnaði Hattabúð Reykjavíkur og fyrirtækið Íslensk ull. Hún var hún  fyrsta konan til að ganga í Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur, 1932.

Anna Louise Ásmundsdóttir
17. október 2014 - 7:30

Bak­ar­ar nota í sinni vinnu mörg hundruð eða þúsund ára göm­ul hand­tök. Það breyt­ist ekki þó svo að vél­arn­ar geri það. Ekk­ert kem­ur í stað fyr­ir gamla hand­verkið,“ seg­ir Sig­urður Már Guðjóns­son, eig­andi og bak­ara­meist­ari Bern­höfts­baka­rís sem fagnaði á dög­un­um hvorki meira né minna en 180 ára af­mæli.  Aðspurður hver gald­ur­inn sé á bak við 180 ár í rekstri seg­ir hann enga eina rétta leið vera til.

Nýlega tók  Elsa Haraldsdóttir,  við formennsku hjá Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur. Er það í fyrsta sinn í 147 ára sögu félagsins, sem kona er við stjórnvölinn. Elsa er löngu þekkt fyrir frumkvöðlastarf sitt og brennandi áhuga á mönnum og málefnum. Hún hefur átt þátt í mikilli framþróun og menntun innan raða fagfólks í hárgreiðslu.  Elsa hefur rekið Hárgreiðslustofuna Salon Veh ásamt því að vera fulltrúi Redken á Íslandi. Iðnmenntun Elsu, hæfileikar og fagmennska hafa borið hróður hennar víða og hefur hún t.d.

Kona formaður Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur – eftir 147 ár.

Pages