25.10.2018
Frétt í Fréttablaðinu dags. 25. október 2018 um frumvarp sem myndi jafna stöðu sveins- og stúdentsprófs.
17.10.2018
Stjórn Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík bauð formönnum starfsgreinaráða löggiltra iðngreina, formönnum sveinsprófsnefnda, formönnum meistara- og sveinafélaga í löggiltum iðngreinum ásamt skólameisturum starfsmenntaskóla á Íslandi til móttöku í félagsheimili Iðnaðarmannafélagsins í Súðarvogi miðvikudaginn 17. október sl.
Tilefnið var kynning og undirbúningur þrettándu nýsveinahátíðar Iðnaðarmannafélagsins sem haldin verður 2. febrúar 2019. Tilgangur hátíðarinnar er að heiðra nýsveina sem náð hafa afburða árangri á sveinsprófum 2018.