Kæri félagsmaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.
Það er einlæg von stjórnar félagsins að þú og þitt fólk hafið sloppið við faraldur þann sem geisað hefur og sett líf og störf fjölmargra í uppnám.
Eins og fram kom í skeyti frá stjórn í maí sl. vorum við neydd til að fresta aðalfundi félagsins og hugðumst halda hann í september sl.
Með það í huga að halda reglum um „mannhelgi“ höfðum við gert ráðstafanir til þess að halda fundinn í rýmra húsnæði en baðstofan leyfir og var fyrirhugað að boða til fundar 14. október nk.
Með hertum reglum um samkomubann, og erfiðri stöðu mála almennt, komst stjórn að þeirri niðurstöðu að fresta aðalfundi fram á vor, þ.e. um eitt ár.
Er það von stjórnar að félagar sýni þessu skilning.
Nýsveinahátið 2021, sú fimmtánda í röðinni, er fyrirhuguð í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur 6. febrúar.
Hyggjumst við boða fulltrúa sveinsprófsnefnda og fagfélaga á rafrænan fund síðar í mánuðinum til undirbúnings og kynningar á hátíðinni.
Í því ástandi sem við upplifum eru öll áform með fyrirvara um að okkur takist, með ábyrgri þátttöku einstaklinga til sóttvarnarmála, að standa við ofangreint.
Félagar eru hvattir til að fylgjast með á heimasíðu og fésbókarsíðu félagsins.
Með kærri kveðju,
f.h. stjórnar IMFR,
Halldór Haraldsson, formaður.