Hjörtur Guðnason heiðraður

Georg Páll Skúlason og Hjörtur Guðnason
Georg Páll Skúlason og Hjörtur Guðnason

Í hófi sem haldið var í tengslum við nýafstaðna framhaldsskólakynningu „Mína framtíð”, var Hjörtur Guðnason heiðraður fyrir áralöng störf sín á vegum Verkiðnar/Skills og sinnar mikilvægu aðkomu í þeim efnum.

Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu, flutti stutt ávarp þar sem hann fór m.a. yfir starfsferil Hjartar um leið og hann afhenti honum viðurkenningarskjal („Honorary Contributor”) og blómvönd með þakklæti fyrir vel unnin störf.

Hjörtur hefur um árabil starfað í stjórn IMFR og er núverandi varaformaður félagsins.