Þann 16. október sl. fór fram móttaka og kynning á Nýsveinahátíðinni 2020.
Formönnum sveinsprófsnefnda, meistarafélaga, sveinafélaga, starfsgreinaráða og skólameistara var boðið.
Tilefnið var kynning og undirbúningur fjórtándu nýsveinahátíðar Iðnaðarmannafélagsins sem haldin verður í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 8. febrúar 2020.
Tilgangur hátíðarinnar er að heiðra nýsveina sem náð hafa afburða árangri á sveinsprófum 2019.
Ágætist þátttaka var og var gerður góður rómur að framtakinu.
Veitingar voru framreiddar af Lux veitingum.
Hér má sjá nokkrar myndir sem Jón Svavarsson tók við þetta tækifæri.