Kæri félagsmaður.
Í ljósi breyttra, en jafnframt mun jákvæðari aðstæðna í þjóðfélaginu, hefur nú verið ákveðið að halda Nýsveinahátíð á vegum félagsins þann 5. mars nk.
Það hefur ekki reynst auðvelt að skipuleggja hátíðar okkar undanfarin tvö ár, í helsi heimsfaraldurs, og höfum við ítrekað orðið að fresta þeim.
Hátíðin mun að þessu sinni fara fram á hótel Natura kl. 14.00 og verður hún á „lágstemmdum nótum“ þetta árið.
Nýsveinum áranna 2020 og 2021 verða veittar viðurkenningar að þessu sinni.
Verndari hátíðarinnar, forseti Íslands, mun verða viðstaddur og auk ráðherra mennta og iðnaðar.
Boðið verður uppá skemmtiatriði.
Ákveðið er að heiðursiðnaðarmaður verður ekki heiðraður að þessu sinni.
Vegna takmörkunar á fjölda gesta mun verða „streymt“ frá hátíðinni, til að gera fleirum kleift að fylgjast með.
Hlekkurinn á streymið er hér en jafnframt verður hann sendur félögum með tölvupósti.
Velja skal „Follow link“ þegar komið er inn á síðuna.
Það er von okkar að á næsta ári verði hægt að snúa til fyrri umgjarðar.
Með sólarkveðju,
stjórn IMFR