Alls verður 20 nýsveinum, sem staðið hafa sig afbragðsvel í sínu fagi 2023, veitt silfur- eða bronsverðlaun.
Iðnaðarmaður ársins 2024 verður einnig heiðraður auk þess sem afhent verður viðurkenning frá Nemastofu atvinnulífsins, líkt og gert var í fyrra.
Verndari hátíðarinnar, hr. Guðni Th. Jóhannesson, ásamt ráðherrum mennta- og iðnaðar þeim Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur og Ásmundi Einari Daðasyni heiðra samkomuna.
Hátíðinni verður streymt hér.