Nýsveinahátíð 2025 lokið

Nýsveinar ásamt forseta, ráðherra og formanni félagsins.
Nýsveinar ásamt forseta, ráðherra og formanni félagsins.

19. Nýsveinahátíð IMFR fór fram á Reykjavik Natura   Berjaya Iceland Hotels (áður Loftleiðahótel) laugardaginn 8. febrúar 2025, að viðstöddu fjölmenni, forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, ráðherra mennta- og barnamála, Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þingmönnum,
28 nýsveinum, meisturum þeirra, heiðursiðnaðarmönnum og öðrum góðum gestum.

Forseti og ráðherra fluttu ræður.

Jón Albert Kristinsson, bakarameistari og kökugerðarmaður var veitt viðurkenningin Heiðursiðnaðarmaður félagsins 2025 fyrir vel unnin störf sín að framgangi iðnar og menntunar.

Elín Hall, leik- og söngkona, lék nokkur lög fyrir gesti við góðar móttökur. 

Nemastofa atvinnulífsins heiðraði fyrirtækin Brimborg, Securitas og Kjarnafæði Norðlenska hf. fyrir framlag þeirra til iðnnáms sem Ólafur Jónsson sá um.

Veitingar voru fram bornar að athöfn lokinni í boði félagsins og styrktaraðila sem að þessu sinni voru:

Reykjavík Natura Berjaya Iceland Hotels,
MS, Ölgerðin ES, Grænn markaður, MATA.

Fallegar blómaskreytingar prýddu salinn, unnar af Kristínu Magnúsdóttur.

Nýsveinahátíð 2025 myndir