Iðnaðamannafélagið í Reykjavík heldur Nýsveinahátíð sína í tólfta sinn laugardaginn 3. febrúar nk. Á henni eru nýsveinar heiðraðir fyrir góða frammistöðu og fagleg vinnubrögð. Auk þess er iðnaðarmaður ársins heiðraður, sem að þessu sinni er fr. Rannveig Rist, vélvirki. Rannveig hóf starfsferil sinn hjá álverinu í Straumsvík sem vélvirki og er nú forstjóri fyrirtækisins. Hún hefur kappkostað að halda uppi fagmennsku í allri starfssemi fyrirtækisins og setti m.a. á laggirnar Stóriðjuskólann til að auka menntun starfsmanna sinna í samstarfi við málmiðnaðardeild Borgarholtsskóla.
Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hélt upp á 150 ára afmæli sitt á síðasta ár en afmælisdagur þess er einmitt 3. febrúar. Félagið er þriðja elsta félag landsins og hefur það að markmiði að efla kynningu og menntun í iðngreinum. Félagið stofnaði m.a. Iðnskólann í Reykjavík, sem nú er Tækniskólinn.
Hátíðin hefst laugardaginn 3. febrúar klukkan 14.00 og er verndari hennar forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson.
Á hátíðinni verða 27 nýsveinar heiðraðir, frá sjö verkmenntaskólum í 18 iðngreinum.
Á hátíðinni mun Sigrún Bryndís Gylfadóttir, snyrtifræðingur, segja frá reynslu sinni eftir framhaldsnám í Háskólanum í Reykjavík en Sigrún fékk viðurkenningu fyrir árangur sinn að afloknu sveinsprófi og fékk styrk frá HR til framhaldsnáms í skólanum
Sækja má dagskránna hér.