Glæsileg nýsveinahátíð félagsins var haldin laugardaginn 9. febrúar sl. í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.
Á hátíðinni voru 22 iðnnemar, úr 14 iðngreinum frá sjö skólum heiðraðir, ýmist með bronsi eða silfri (sjá nánar hér) auk þess sem meistarar þeirra fengu viðurkenningu.
Forseti Íslands, sem jafnframt er verndari hátíðarinnar, veitti viðurkenningarnar.
Auk þess fengu 14 nemar styrk frá ýmsum styrktaraðilum (skólum, félögum og fyrirtækjum) til framhaldsnáms.
Tveimur iðnaðarmönnum var veitt nafnbótin heiðursiðnaðarmaður félagsins 2019, en það voru þeir Guðmundur Ó. Eggertsson og Geir Oddgeirsson.
Forseti Ísland, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, nýsköpunar- og iðnaðarráðherra og Þórdís Lóa Þorhallsdóttir, formaður Borgarráðs, fluttu ávörp.
Voces Masculorum og Jökull Sindri Gunnarsson fluttu glæsileg söngatriði.
Er það mál manna að hátíðin hafi tekist vel til, til handa nýsveinum, meisturum þeirra og heiðursiðnaðarmönnum.
Að athöfn lokinni voru léttar veitingar í boði IMFR og styrktaraðila.
Eftirtaldir aðilar styrktu félagið og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn:
A. Smith, Alcoa Fjarðaál, Bananar, Bílgreinasambandið, Bláa lónið, DFK endurskoðun, Grænn markaður, Fastus, Háskólinn í Reykjavík, Hótel- og matvælaskólinn MK, Icelandair hotels, Ísafoldarprentsmiðja, Íslensk verðbréf, JÁ-verk, Menntaskólinn í Kópavogi, Mjólkursamsalan, Nói-Síríus, RioTinto, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Tækniskólinn, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Ölgerðin.
Myndband sem nemar í Borgarholtsskóla tóku upp á hátíðinni.
Myndir, sem Jón Svavarsson ljósmyndari tók, eru hér.
Prentaða dagskrá hátíðarinnar má finna hér.