Samnorrænn fundur Norðurlandaþjóðanna var haldinn í Kaupmannahöfn dagana 28. og 29. júní sl. í húsnæði iðnaðarmannafélagsins í Kaupmannahöfn (Moltkes Palæ).
Fundurinn var vel sóttur af fulltrúum allra norðurlandaþjóðanna.
Fundinn sóttu að þessu sinni formaður og varaformaður IMFR.
Helsta umræðuefni fundarins var sjálfbærni, aðkoma félaganna að því málefni og kynning á hvað verið er að vinna í þeim efnum.
Auk umræðna var BLOX heimsótt en þar sameinast arkitektur, hönnun og samstarf margvíslegra fyrirtækja sem vinna að sjálfbærni borga á margvíslegan hátt (sjá nánar hér).
Áhugaverð bygging og starfsemi sem hægt er að mæla með.
Á laugardeginum var okkar m.a. kynnt hvernig endurbygging gamalla bygginga fer fram, handverk o.fl. því tengt.
Næsti sameiginlegur fundur fer fram í Osló að ári.